Færsluflokkur: Bloggar

Vélhjól bætast í farartækjaflota slökkviliðsmanna

Það er ég viss um að þessi vélhjól eiga eftir að nýtast vel og ef til vill bjarga lífi einhvers í framtíðinni. Kominn tími til að slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eignist létt og lipurt ökutæki með öllum helsta búnaði til að veita fyrstu hjálp. Vélhjólin gera þeim kleift að vera extra fljótir á staðinn, sér í lagi þegar umferð er mikil eða erfitt að komast á staðinn af einhverjum öðrum ástæðum, eins og ég get vel ímyndað mér að sé stundum. En ég velti samt fyrir mér hvort hægt sé að nota þessa græju á veturna??? Væri ekki ráð að fá eins og tvö fjórhjól og jafnvel einn eða tvo snjósleða (það má reyndar ekki keyra á þeim innanbæjar)? Þessi tryllitæki gætu þá verið útbúin öllum græjum líka... Bara hugmynd...

elinkris


mbl.is Slökkviliðsmenn á vélhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkamsleifar sprengdar í loft upp

Hehehe... það sem fólki dettur til hugar að gera. Mér finnst þetta bara ótrúlega fyndið. Grin Ég hélt samt að það mætti ekki dreyfa ösku svona. En það hlýtur að mega víst það á að gera þetta...

elinkris 


mbl.is Líkamsleifar sprengdar í loft upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 ára í dag! Til lukku.

Ég gat ekki annað en brosað þegar ég las þessa grein. Hún Sigríður er greinilega hörkudugleg kona sem veit nákvæmlega hvað hún vill. Þetta er kona sem hægt er að taka sér til fyrirmyndar. Svo hefur hún húmorinn í lagi, sem er að mínu mati afar góður kostur. Smile Innilega til hamingjum með daginn Sigríður...

elinkris


mbl.is „Manni leið bara eins og glæpakvendi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóta sykurpúði átti afmæli í gær...

Þar sem Tóta átti afmæli í gær (til hammó með ammó esskan Wink) skelltum við okkur nokkara á Tapasbarinn og fengum okkur gómsæta tapasrétti og vín með... og þær átu kjöt og þær drukku öl og þær skemmtu sér mjög vel... LoL Ég fékk mér lamb, naut og kjúlla, papriku og bakaða kartöflu og það var geggjað. Mæli hiklaust með staðnum. Sumar fengur sér humar og saltfisk og þær voru allar voðalega ánægðar með matinn. Þetta var ofsalega skemmtileg stund og mikið spjallað (og já... slúður var þar með... Blush).

Annars vorum við fjölskyldan á niðjamóti um helgina í roki og rigningu. Það kom meira að segja haglél á okkur í smá stund. Þrátt fyrir það var æðislega skemmtilegt. Gaman að hitta allt þetta tengda fólk og hafa gaman. Merkilegast fannst mér þó hver margir kunnu á gítar... Hef aldrei svona marga samankomna sem kunna á gítar held ég bara. Við vorum í tjaldi. Það hélt vindi og regni vel, en ég svaf samt mjög illa fyrri nóttina þar sem ég átti alveg eins von á því að við myndum bara fjúka út í veður og vind. Morguninn eftir var samt allt á sínum stað og ekki einu sinni tjaldhæll laus. Húrra fyrir því... Ekkert nema bara gott að vita hvað tjaldið þolir. Geri samt ekki ráð fyrir að velja mér ferðahelgi með veðri eins og var um síðustu helgi, en aldrei að segja aldrei. Verst við veðrið fannst mér samt rokið. Það var eiginlega ekki hægt að spila kubb, það var svo hvasst. En í næsta ferðalagi verður kubb sko spilað fram í rauðan dauðann svo mikið er víst... Jæja best að hætta þessu pikki í bili. Sjáumst...

elinkris


Hæ hí jibbíjeij og jibbíjeij það er að koma hitabylgja...

Núna kemur auðvitað sólin og hlýja loftið streymandi, þegar litla fjöklskyldan skellir sér í formlegt sumarfrí. Það er ekki slæmt að vera á litla fallega Íslandi núna þegar spáin er, svo ég minnist nú ekki einu sinni á það hvernig það verður ef spáin gengur eftir. Það verður að sjálfsögðu farið út á meðal fólksins, fengið sér svalandi drykki og grillmeti, eins og flest allir íslendingar munu örugglega gera. Eflaust munu einhver fyrirtæki loka vegna veðurs. Smile Góða skapið mun taka öll völd og taumlaus gleði mun grípa landann ef ég þekki okkur íslendinga rétt. Djammað verður fram eftir morgni og mjög margir munu skella sér í ferðalag, enda ein stærsta ferðamannahelgin framundan.  Cool Það er líka ekkert skemmtilegra en að skella sér í ferðalag þegar spáin er svona. Betra en var hjá okkur á niðjamótinu síðustu helgi þegar það var rok og rigning og meira að segja haglél. Og við í tjaldi...Angry En ef veðurspáin þessa helgi gengur eftir verð ég strax búin að gleyma leiðinlega veðrinu um síðustu helgi...

elinkris


mbl.is Hitabylgja um helgina og víða 25 stiga hiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlupu út á flugbraut á Keflavíkurflugvelli

Hmm... kannski vantaði þessa jolla meira pláss til að hlaupa á. Oft mikil traffík á Ægissíðunni og svona. Eða ætli þeir hafi verið að reyna að bæta sitt persónulega met og vantaði einhvern snöggan til að keppa við, t.d eins og eitt stykki flugvél. Vonandi hafa þeir verið vel bónaðir... En svona að öllu gamni slepptu... hvað í ansk... voru þessir gæjar að hugsa? Eru mann alveg að tapa glórunni. Af hverju stukku þeir ekki bara inní ljónabúr eða fundu sér ísbjörn til að leika við. Það verður fróðlegt að fá fréttir af því hvað þeim stóð eiginlega til. 

elinkris


mbl.is Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar þig að losna við peningana þína? Leggðu þá bara inn á mig og ég bíð þér upp á sódavatn úr Soda Stream tækinu mínu alveg frítt... ;)

Í dag fjárfesti ég í gamla góða Soda Stream tækinu. Þvílík snilld sem það yndislega tæki er. Smile Svo fór ég í Hygeu og verslaði mér Terracotta bronzing powder mist, nýjan ilm og maskara. Svo nú sit ég í sófanum brún og sæt í ilmvatns sæluvímu og þamba sódavatn...  Annars er ég að hugsa um að læsa mig inni og láta loka öllum kortum svo ég detti ekki í útsölurnar. Þær eru svo freistandi og svo er alltaf verið að minna mann á þér. Ég er þegar búin að detta í Intersport lagerútsöluna og buddan má bara ekki við meiri eyðslu í bili... því miður. Frown En væri alveg til í að fara á smá fatafyllerí... Svo ef einhver ríkur þarna úti vantar að losna við peningana sína eða veit ekkert hvað hann á að gera við þá, þá má hann bara gefa mér þá. Bara leggja beint inn á mig... hehehe... LoL  Hafið það gott elskurnar og hikið ekki við að líta við hjá mér í sódavatn...

elinkris


Uppsagnir á 88 flugmönnum

Það er ekkert grín að vera flugmaður um þessar mundir. Alla vegna ekki ef þér er sagt upp. Frown Ég veit um tvo flugmenn sem hefur verið sagt upp áður og alltaf ráðnir aftur nokkrum mánuðum seinna. En ég veit ekki hvernig það er núna, hvort þeim hafi verið sagt upp eða ekki. En alla vegna er ekkert grín að vera alltaf annað slagið í þeirri stöðu að vita ekki viss hvort maður haldir vinnunni eða. Að missa vinnuna og þar af leiðandi tekjur og þá kannski aðal- eða einu tekjur heimilisins er ekkert smá mikið mál. Það hlýtur að setja allt úr skorðum. Flugmenn fá ágætlega vel útborgað og eru kannski að borga lán af íbúð og bíl í samræmi við það. En það þarf samt að borga af þeim þó manni sé sagt upp. Ég held að það hljóti að valda mikilli streitu að lenda í svona löguðu. Svo getur bara verið fjandi erfitt að finna vinnu sem manni líkar.

Það eru náttla miklu fleiri en flugmenn sem missa vinnuna og á þetta svo sem við um alla sem missa vinnu, hjá Icelandair eða öðrum fyrirtækjum. Það er alltaf slæmt að missa vinnuna. Þið sem missið vinnuna... gangi ykkur sem allra best að finna lausn á ykkar málum.

elinkris 


mbl.is Með umfangsmestu uppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LOST

Var að horfa á LOST með öðru auga. Hvað er eiginlega með þessa þætti??? Í hvert sinn sem ég horfi á þá verð ég bara meira og meira lost...  Nú vill einhver gæi að John færi eyjuna. What...  Shocking þessir þættir eru allt í senn alveg óþolandi, furðulegir, spennandi, leiðinlegir og skemmtilegir. Verð alltaf að fylgjast með þeim.

elinkris


Svona á að gera þetta...

Veit ekkert meira pirrandi en að sitja föst í umferðarteppu. Það er því alltaf voðalega gott að fá svona fréttir í tíma svo hægt er að skipuleggja bensíneyðsluna betur... Wink Takk fyrir þetta.

elinkris


mbl.is Bikað og fræst í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband