Færsluflokkur: Bloggar

Börn eru ótrúlegir orkuboltar...

Við hjónaleysurnar vorum í sundi með stelpunni okkar áðan. Það var náttla frábært veður og allir í stuði. Cool Ekki hvað síst litla skvísan okkar sem er nýlega búin að uppgötva hvað það er skemmtilegt að fara í stóru rennibrautirnar. Við skiptumst á að fara með henni. Það var svo gaman hjá henni (og okkur) að hún stoppaði ekki allan tímann. Það var bara hver ferðin á fætur annarri í ostaskerana (rennibrautirnar í Lágafellslaug ganga gjarnan undir því nafni). Ég hugsa að ef ég myndi hreyfa mig eins og skvísna gerir alla daga væri ég ekki nema þrjár vikur að ná af mér aukakílóunum. Wink

Já, það er alveg merkilegt hvað krakkar hreyfa sig mikið. Alla vegna er stelpan okkar alltaf á ferðinni. Hoppandi, skoppandi, hlaupandi, klifrandi og ég veit ekki hvað... Við foreldrarnir eigum alveg fullt í fangi með að leika eftir það sem hún gerir bara á venjulegum degi, í venjulegum leik. Það er alveg ótrúleg orka sem þessi yndislega prinsessa hefur. Stundum skil ég ekki hvaðan öll þessi orka kemur, því mér finnst hún oft borða svo lítið. En ætli það sýni ekki bara hve lítið þarf í raun og veru að borða... hmmm kannski ég ætti að reyna að læra af þessum matarvenjum hennar og hreyfa mig meira og þá myndi ég kannski missa nokkur kíló sem hafa sest að á mér... hmmm á morgun... því núna er EM Freschetta pizzan mín að verða tilbúin. Best að fara að snæða sér á henni... Grin

elinkris


Snuð og eyrnabólgur

Ég veit að margir foreldrar leyfa börnum sínum að vera meira með snuð þegar þau eru með eyrnarbólgu.  Ég man a.m.k. að ég vorkenndi stelpunni minni svo mikið þegar hún var alltaf að fá eyrnarbólgu að ég leyfði henni alltaf að vera meira með snudduna þegar hún var veik. En það er spurning hvort hún hefði ekki fengið svona oft sýkingu ef ég hefði nú bara vanið hana strax af snuddunni? Alltaf þetta ef... Pæling...

elinkris


mbl.is Snuð og eyrnabólgur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllilegt að lesa...

Hvað er eiginleg að fólki sem gerir svona lagað og hvað á eiginlega að gera við það? Ég bara skil ekki hvernig nokkur manneskja getur gert eitthvað þessu líkt, hversu alvarlega veikt eða skemmt það er. Og hvernig getur fólk tekið þátt í svona löguðu, eins og dagmamman... Svo eru það ættingjarnir... af hverju gerir enginn neitt? Heldur fólk kannski að brunablettir eftir sígarettur séu bara slys? Ég bara spyr! Hvað með tilkynningarnar, hvernig stendur á því að ekkert er gert í málinu?  Ég bara skil ekki svona lagað.

Hvað er eignilega að gerast í heiminum, það eru alltaf að berast fréttir af svona ógeðslegu fólki sem misnotar og misþyrmir börnum og fullorðnum. Er heimurinn að verða verri eða hefur þetta kannski alltaf verið svona, bara ekki komist upp eða í fréttir???

elinkris í losti... Crying , Angry og að Sick yfir öllum þessum ömurlega sorglegu fréttum


mbl.is Móðir misþyrmdi fimm ára syni sínum skelfilega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagspistill

Gleðilegan föstudag... Nú er bara ein vika í að fjölskyldan skelli sér í tjaldið. Það eru allir orðnir spenntir og erum við þegar lögst á bæn um að fá gott veður. Helst spánarveður...  og þá er ég ekki að meina rigningu. Enga rigningu takk! Bara sól... og logn. InLove  Mín er ekkert smá kröfuhörð.

Um þessa helgi á að viðra kvikindið. Það verður gamana að sjá hvernig okkur gengur að reisa það, höfum bara gert það einu sinni áður og þá þurftum við aðstoð. Og fyrir þá sem eru ekki viss  um hvað ég er að fara... þá er ég ennþá að tala um tjaldið... hehehe LoL Já, við fjárfestum í svona risa tveggja álmu kvikindi í lok síðasta sumars. Þá fórum við aðeins í eina útileigu, í Vaglaskóg. Þá var stelpan enn svo lítil að ég varð eiginlega að vera með hana á handleggnum á meðan við tjölduðum, því annars var hún rokin. Við fengum því aðstoð frá einum kunningja sem var á svæðinu. Núna er stelpan orðin svo stór og sjálfbjarga að ég þarf sennilegast ekkert að hafa áhyggjur af henni á meðan við hjónaleysurnar tjöldum. Ætli hún verði ekki bara dugleg að hjálpa okkur. Hún er að minnsta kosti orðin voða spennt að fara í ferðalag, sofa í tjaldi og borða úti. Að borða úti er eitthvað voðalega spennandi.

Um daginn þegar kallinn koma heim úr vinnuferð erlendis frá, stakk ég upp á því að við færum út að borða saman og sú litla varð voða spennt. En varð svo fyrir ægilegum vonbrigðum þegar við komum á Red chily og hún áttaði sig á því að við vorum að meina út að borða, en ekki að borða úti. Hún er svo mikil snúlla... Wink

Jæja, best að hætta þessu rugli, góða helgi

elinkris

 


17. júní blöðrur... ég fékk sko sjö... nana nana bú bú!

Þar sem ég sit við tölvuna í letikasti og nenni ekki að hreyfa legg né lið má ég til með að segja ykkur frá 17. júní upplifun minni þetta árið. Afar yndislegur dagur í raun, eyddi honum með dóttur minni og tengdafjölskyldunni í heimabæ þeirra. Kallinn var því miður ekki með en hann var að læra fyrir próf sem hann er að fara í á morgun. Dugnaðar forkur... Hann kom svo reyndar heim í tæka tíð fyrir grillaða lambalærið. Það var snilld. En það var ekki það sem ég ætlaði að blaðra um. Heldur er ætlunin að tala um blöðrur.

Það eru alltaf allir svo spenntir að fá blöðrur á 17. júní... nema ég. Wink Nú skal ég segja ykkur hvernig stendur á því. Á 17. júní þetta árið arkaði mín um bæinn í gömlu góðu djamm skónum, háhæluðum, enda vildi kellan vera fín. Ég var ný búin að fjárfesta í þessum frábæru, rándýru Falke sokkum úr Sock shop og var í þeim. En það vildi ekki betur til en svo að þegar ég hóf að ganga í skrúðgöngunni fór ég að finna fyrir óþægindum í tánum. Ég hugsaði: djö... nú fæ ég blöðrur. Það sem eftir var af göngunni hugsaði ég um það hvort ég ætti ekki að stoppa og fara úr sokkunum, en mér fannst ekki taka því, það var svo stutt eftir. Þegar ég kom á leiðarenda fór ég svo úr sokkunum og sá ég að ég var komin með tvær sætar blöðrur. Á hátíðarsvæðinu gekk ég því um berfætt í skónum, með sokkana í vasanum. Nú var kominn tími til að halda heim á leið... gangangi...

Já, nú fyrst fer kellan að finna fyrir sársauka. Því á heimleiðinni bættust við fimm nýjar blöðrur og varð ég öll sár, aum og þrútin í fótunum. Það mætti halda að ég hefði ekki gengið í mörg ár, en það var samt ekki málið. Skil ekki alveg hvernig þetta gat gerst. "Eníveis", ég fékk RISA blöðrur og af einni rifnaði skinnið alveg af... Áááiiii... sviði áááiii... Frekar vont! Blöðrurnar voru á báðum fótum, á hælum, tám, iljum og bara allsstaðar... Buhuuu... Ég var svo bólgin, aum og þrútin að ég var vælandi eins og tveggja ára krakki. Ég komst ekki einu sinni í skóna mín svo ég varð að fara heim á tánum. Það var mjög skrítið að keyra á tánum.

En nú er vökvinn alveg að verða farinn úr blöðrunum, bólgan hjöðnuð og ég er ekki eins aum í þessu. En ég er þó ennþá gangandi um í inniskóm hvert sem ég fer. Eitt er víst að ég mun aldrei biðja um blöðrur á 17. júní... langar bara ekkert í blöðrur... LoL

elinkris


Ítalska, tungumál dauðans...

Nú er kella að læra nýtt lag í söngnum og það á hinu yndislega tungumáli ítölsku. Hvað er málið með alla þessa sérhljóða í ítölskunni. Ég á bara fullt í fangi með að bera rétt fram allar þessar sérhljóða samsetningar... Endilega reyndu að spreyta þig á þessu...

Se tu m'ami, se sospiri: Se tu m'ami, se tu sospiri. Sol per me, gentil pastor, Ho dolor de' tuoi martiri, Ho diletto del tuo amor, Ma se pensi che soletto. Io ti debba riamar, Pastorello, sei soggetto Facilmente a t'ingannar. Bella rosa porporina Oggi Silvia sceglierà, Con la scusa della spina Doman poi la sprezzerà. Ma degli uomini il consiglio Io per me non seguirò. Non perché mi piace il giglio Gli altri fiori sprezzerò. Að læra að syngja á ítölsku er sko ekkert grín ef maður hefur ekki lært hana...  

elinkris


Átta mánaða gamalt barn lést úr ofneyslu kókaíns

Mikið er þetta sorglegt... Frown
mbl.is Átta mánaða gamalt barn lést úr ofneyslu kókaíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vélmenni lifnar við

Merkilegt... Ég velti því fyrir mér hvað græjan kostar? Hve miklum peningum er fólk til í að eyða í þessa þokkadís? Woundering Hmmm... hún hentar auðvitað snilldarvel á skrifborðið til að rétta nafnspjöldin. Svo syngur hún fyrir þig og kyssir þig þegar þú ert dapur eða þarft á uppliftingu að halda... Argasta snilld, ég ætla að fá fimm.... Cool

Ef hún hefði komið á markað hér á landi í fyrra hefðu örugglega einhverjir fjárfest í "gellunni", bara vísa-rað með gasgrillinu. Ég myndi nú samt frekar fjárfesta í ryksugu-róbota...

Ætli gellan endi ekki bara við hliðin'á fótanuddstækinu þegar búið er að sína öllum hana? Pæling...

elinkris


mbl.is Vélmenni lifnar við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband