Vélhjól bætast í farartækjaflota slökkviliðsmanna

Það er ég viss um að þessi vélhjól eiga eftir að nýtast vel og ef til vill bjarga lífi einhvers í framtíðinni. Kominn tími til að slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eignist létt og lipurt ökutæki með öllum helsta búnaði til að veita fyrstu hjálp. Vélhjólin gera þeim kleift að vera extra fljótir á staðinn, sér í lagi þegar umferð er mikil eða erfitt að komast á staðinn af einhverjum öðrum ástæðum, eins og ég get vel ímyndað mér að sé stundum. En ég velti samt fyrir mér hvort hægt sé að nota þessa græju á veturna??? Væri ekki ráð að fá eins og tvö fjórhjól og jafnvel einn eða tvo snjósleða (það má reyndar ekki keyra á þeim innanbæjar)? Þessi tryllitæki gætu þá verið útbúin öllum græjum líka... Bara hugmynd...

elinkris


mbl.is Slökkviliðsmenn á vélhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband