3.7.2008 | 14:25
Tóta sykurpúði átti afmæli í gær...
Þar sem Tóta átti afmæli í gær (til hammó með ammó esskan ) skelltum við okkur nokkara á Tapasbarinn og fengum okkur gómsæta tapasrétti og vín með... og þær átu kjöt og þær drukku öl og þær skemmtu sér mjög vel... Ég fékk mér lamb, naut og kjúlla, papriku og bakaða kartöflu og það var geggjað. Mæli hiklaust með staðnum. Sumar fengur sér humar og saltfisk og þær voru allar voðalega ánægðar með matinn. Þetta var ofsalega skemmtileg stund og mikið spjallað (og já... slúður var þar með... ).
Annars vorum við fjölskyldan á niðjamóti um helgina í roki og rigningu. Það kom meira að segja haglél á okkur í smá stund. Þrátt fyrir það var æðislega skemmtilegt. Gaman að hitta allt þetta tengda fólk og hafa gaman. Merkilegast fannst mér þó hver margir kunnu á gítar... Hef aldrei svona marga samankomna sem kunna á gítar held ég bara. Við vorum í tjaldi. Það hélt vindi og regni vel, en ég svaf samt mjög illa fyrri nóttina þar sem ég átti alveg eins von á því að við myndum bara fjúka út í veður og vind. Morguninn eftir var samt allt á sínum stað og ekki einu sinni tjaldhæll laus. Húrra fyrir því... Ekkert nema bara gott að vita hvað tjaldið þolir. Geri samt ekki ráð fyrir að velja mér ferðahelgi með veðri eins og var um síðustu helgi, en aldrei að segja aldrei. Verst við veðrið fannst mér samt rokið. Það var eiginlega ekki hægt að spila kubb, það var svo hvasst. En í næsta ferðalagi verður kubb sko spilað fram í rauðan dauðann svo mikið er víst... Jæja best að hætta þessu pikki í bili. Sjáumst...
elinkris
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.