3.7.2008 | 13:16
Hæ hí jibbíjeij og jibbíjeij það er að koma hitabylgja...
Núna kemur auðvitað sólin og hlýja loftið streymandi, þegar litla fjöklskyldan skellir sér í formlegt sumarfrí. Það er ekki slæmt að vera á litla fallega Íslandi núna þegar spáin er, svo ég minnist nú ekki einu sinni á það hvernig það verður ef spáin gengur eftir. Það verður að sjálfsögðu farið út á meðal fólksins, fengið sér svalandi drykki og grillmeti, eins og flest allir íslendingar munu örugglega gera. Eflaust munu einhver fyrirtæki loka vegna veðurs. Góða skapið mun taka öll völd og taumlaus gleði mun grípa landann ef ég þekki okkur íslendinga rétt. Djammað verður fram eftir morgni og mjög margir munu skella sér í ferðalag, enda ein stærsta ferðamannahelgin framundan. Það er líka ekkert skemmtilegra en að skella sér í ferðalag þegar spáin er svona. Betra en var hjá okkur á niðjamótinu síðustu helgi þegar það var rok og rigning og meira að segja haglél. Og við í tjaldi... En ef veðurspáin þessa helgi gengur eftir verð ég strax búin að gleyma leiðinlega veðrinu um síðustu helgi...
elinkris
Hitabylgja um helgina og víða 25 stiga hiti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst að Síminn ætti að loka þessa helgi vegna veðurs... Er ekki að nenna að vinna í þessari væntanlegu hitabylgju :/
Bryndís sys (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.