Börn eru ótrúlegir orkuboltar...

Við hjónaleysurnar vorum í sundi með stelpunni okkar áðan. Það var náttla frábært veður og allir í stuði. Cool Ekki hvað síst litla skvísan okkar sem er nýlega búin að uppgötva hvað það er skemmtilegt að fara í stóru rennibrautirnar. Við skiptumst á að fara með henni. Það var svo gaman hjá henni (og okkur) að hún stoppaði ekki allan tímann. Það var bara hver ferðin á fætur annarri í ostaskerana (rennibrautirnar í Lágafellslaug ganga gjarnan undir því nafni). Ég hugsa að ef ég myndi hreyfa mig eins og skvísna gerir alla daga væri ég ekki nema þrjár vikur að ná af mér aukakílóunum. Wink

Já, það er alveg merkilegt hvað krakkar hreyfa sig mikið. Alla vegna er stelpan okkar alltaf á ferðinni. Hoppandi, skoppandi, hlaupandi, klifrandi og ég veit ekki hvað... Við foreldrarnir eigum alveg fullt í fangi með að leika eftir það sem hún gerir bara á venjulegum degi, í venjulegum leik. Það er alveg ótrúleg orka sem þessi yndislega prinsessa hefur. Stundum skil ég ekki hvaðan öll þessi orka kemur, því mér finnst hún oft borða svo lítið. En ætli það sýni ekki bara hve lítið þarf í raun og veru að borða... hmmm kannski ég ætti að reyna að læra af þessum matarvenjum hennar og hreyfa mig meira og þá myndi ég kannski missa nokkur kíló sem hafa sest að á mér... hmmm á morgun... því núna er EM Freschetta pizzan mín að verða tilbúin. Best að fara að snæða sér á henni... Grin

elinkris


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á morgun segir sá lati kona !! En já hehe hún er s.s eðlilegt barn og þorir að fara í rennibrautirnar... Ég þorði ekki fyrr en ég var 10 ára eða eitthvað... ég er svo mikill scary cat :/

Dísa (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: elinkris

Hehehe... já... einhvers staðar heyrði ég sagt: í dag segir sá ofvirki. En elsku dúllan mín það er allt í lagi að þora ekki í rennibrautina fyrr en maður er 10 ára... betra er seint en aldrei :) 

elinkris, 25.6.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband