Föstudagspistill

Gleðilegan föstudag... Nú er bara ein vika í að fjölskyldan skelli sér í tjaldið. Það eru allir orðnir spenntir og erum við þegar lögst á bæn um að fá gott veður. Helst spánarveður...  og þá er ég ekki að meina rigningu. Enga rigningu takk! Bara sól... og logn. InLove  Mín er ekkert smá kröfuhörð.

Um þessa helgi á að viðra kvikindið. Það verður gamana að sjá hvernig okkur gengur að reisa það, höfum bara gert það einu sinni áður og þá þurftum við aðstoð. Og fyrir þá sem eru ekki viss  um hvað ég er að fara... þá er ég ennþá að tala um tjaldið... hehehe LoL Já, við fjárfestum í svona risa tveggja álmu kvikindi í lok síðasta sumars. Þá fórum við aðeins í eina útileigu, í Vaglaskóg. Þá var stelpan enn svo lítil að ég varð eiginlega að vera með hana á handleggnum á meðan við tjölduðum, því annars var hún rokin. Við fengum því aðstoð frá einum kunningja sem var á svæðinu. Núna er stelpan orðin svo stór og sjálfbjarga að ég þarf sennilegast ekkert að hafa áhyggjur af henni á meðan við hjónaleysurnar tjöldum. Ætli hún verði ekki bara dugleg að hjálpa okkur. Hún er að minnsta kosti orðin voða spennt að fara í ferðalag, sofa í tjaldi og borða úti. Að borða úti er eitthvað voðalega spennandi.

Um daginn þegar kallinn koma heim úr vinnuferð erlendis frá, stakk ég upp á því að við færum út að borða saman og sú litla varð voða spennt. En varð svo fyrir ægilegum vonbrigðum þegar við komum á Red chily og hún áttaði sig á því að við vorum að meina út að borða, en ekki að borða úti. Hún er svo mikil snúlla... Wink

Jæja, best að hætta þessu rugli, góða helgi

elinkris

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHA... æjj krúttið ;*

Bryndís (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband