19.6.2008 | 22:27
17. júní blöðrur... ég fékk sko sjö... nana nana bú bú!
Þar sem ég sit við tölvuna í letikasti og nenni ekki að hreyfa legg né lið má ég til með að segja ykkur frá 17. júní upplifun minni þetta árið. Afar yndislegur dagur í raun, eyddi honum með dóttur minni og tengdafjölskyldunni í heimabæ þeirra. Kallinn var því miður ekki með en hann var að læra fyrir próf sem hann er að fara í á morgun. Dugnaðar forkur... Hann kom svo reyndar heim í tæka tíð fyrir grillaða lambalærið. Það var snilld. En það var ekki það sem ég ætlaði að blaðra um. Heldur er ætlunin að tala um blöðrur.
Það eru alltaf allir svo spenntir að fá blöðrur á 17. júní... nema ég. Nú skal ég segja ykkur hvernig stendur á því. Á 17. júní þetta árið arkaði mín um bæinn í gömlu góðu djamm skónum, háhæluðum, enda vildi kellan vera fín. Ég var ný búin að fjárfesta í þessum frábæru, rándýru Falke sokkum úr Sock shop og var í þeim. En það vildi ekki betur til en svo að þegar ég hóf að ganga í skrúðgöngunni fór ég að finna fyrir óþægindum í tánum. Ég hugsaði: djö... nú fæ ég blöðrur. Það sem eftir var af göngunni hugsaði ég um það hvort ég ætti ekki að stoppa og fara úr sokkunum, en mér fannst ekki taka því, það var svo stutt eftir. Þegar ég kom á leiðarenda fór ég svo úr sokkunum og sá ég að ég var komin með tvær sætar blöðrur. Á hátíðarsvæðinu gekk ég því um berfætt í skónum, með sokkana í vasanum. Nú var kominn tími til að halda heim á leið... gangangi...
Já, nú fyrst fer kellan að finna fyrir sársauka. Því á heimleiðinni bættust við fimm nýjar blöðrur og varð ég öll sár, aum og þrútin í fótunum. Það mætti halda að ég hefði ekki gengið í mörg ár, en það var samt ekki málið. Skil ekki alveg hvernig þetta gat gerst. "Eníveis", ég fékk RISA blöðrur og af einni rifnaði skinnið alveg af... Áááiiii... sviði áááiii... Frekar vont! Blöðrurnar voru á báðum fótum, á hælum, tám, iljum og bara allsstaðar... Buhuuu... Ég var svo bólgin, aum og þrútin að ég var vælandi eins og tveggja ára krakki. Ég komst ekki einu sinni í skóna mín svo ég varð að fara heim á tánum. Það var mjög skrítið að keyra á tánum.
En nú er vökvinn alveg að verða farinn úr blöðrunum, bólgan hjöðnuð og ég er ekki eins aum í þessu. En ég er þó ennþá gangandi um í inniskóm hvert sem ég fer. Eitt er víst að ég mun aldrei biðja um blöðrur á 17. júní... langar bara ekkert í blöðrur...
elinkris
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.