18.6.2008 | 14:43
Átján hjóla trukkur á hliðina
Þá kom hlaupandi óeinkennisklæddur lögreglumaður og nokkrir aðrir karlmenn strax á eftir honum. Ökumaðurinn svaraði kalli lögreglumannsins og virtist með fullri meðvitund. Lögreglumaðurinn og hinir reyndu að brjóta framrúðuna og einn mannanna fór upp á trukkinn til að líta á bílstjórann. Erfitt var að brjóta framrúðuna og ná henni úr, en einn mannanna var með hamar í bílum sem þeir notuðu síðan til að brjóta rúðuna. Þá gekk þetta fljótt og örugglega fyrri sig. Ökumaðurinn virtist vera í lagi, en honum var sagt að vera kyrr til öryggis. Stuttu síðar komu lögreglan, sjúkrabílar og slökkviliðið. Þá fór ég, enda nauðsynlegt að leyfa þessu fólki að sinna sínu starfi. Þá var klukkan að mig minnir 12:25. Ég ætlaði samt varla að geta komið mér í burtu, ég skalf öll og var í hálfgerðu losti. Það er að mínu mati mikið mildi að ekki fór verr og ég vona bara að það sé í lagi með ökumanninn...
Að lokum vil ég minna alla á að sína aðgát í umferðinni og mikilvægi þess að spenna beltin...elinkris
Átján hjóla trukkur á hliðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:02 | Facebook
Athugasemdir
Guð minn góður... Já það er eins gott að það sé í lagi með þig !! Og vonandi með bílsjórann líka... Mér finnst ekki skrýtið að þú varst í sjokki... ÉG er í sjokki hehe :)
Bryndís (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.