Færsluflokkur: Matur og drykkur
21.6.2008 | 13:25
Gott veður kallar á grillmat og ís...
Já, það er nú aldeilis fínt veður hjá okkur núna. Ekki hægt að kvarta yfir því. Ég er búin að vera úti í morgun að leika með stelpunni minni, yndislegt... Komum inn til að fá okkur smá hádegisverð og plana kvöldmatinn. Kíkti á holta.is og sá fullt af kjúklinga uppskriftum sem lofa góðu. Bæði fyrir grillið, ofninn og pönnuna. Gott fyrir kjúklingasjúklinga eins og mig. Ég ætla sko pottþétt að fá mér grillmat í kvöld og líta við í ísbúðinni seinna í dag.
En nú er ég farin aftur út, er að fara að viðra tjaldið og njóta veðursins...
elinkris
Matur og drykkur | Breytt 25.6.2008 kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 12:27
Bónus og Krónan lækka vöruverð
Húrra fyrir Bónus... Húrra fyrir Krónunni... Það er alltaf gott fyrir budduna þegar verð lækkar á matvöru. ... og reyndar bensíni og í raun bara öllu. Ég hef verulega fundið fyrir verðhækkunum undanfarið, matarkarfan virðist dýrari í hvert sinn sem ég fer í búðina. En nú ætla að halda uppá daginn, rölta í Bónus eða Krónuna og versla helgarsteikina með bros á vör...
elinkris
Bónus og Krónan lækka vöruverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt 25.6.2008 kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)