Færsluflokkur: Bílar og akstur
22.6.2008 | 13:38
Drink and drive...
Það er alveg merkilegt hvað verður um dómgreindina hjá sumu fólki þegar það drekkur áfengi... Hún bara hreinlega gufar upp! En svona að öllu gríni slepptu, þá er það að blanda saman áfengi og akstri alveg stórhættulegt og ætti aldrei að gera!
elinkris
Ók 1 km með lögguna á toppnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt 25.6.2008 kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 14:43
Átján hjóla trukkur á hliðina
Þá kom hlaupandi óeinkennisklæddur lögreglumaður og nokkrir aðrir karlmenn strax á eftir honum. Ökumaðurinn svaraði kalli lögreglumannsins og virtist með fullri meðvitund. Lögreglumaðurinn og hinir reyndu að brjóta framrúðuna og einn mannanna fór upp á trukkinn til að líta á bílstjórann. Erfitt var að brjóta framrúðuna og ná henni úr, en einn mannanna var með hamar í bílum sem þeir notuðu síðan til að brjóta rúðuna. Þá gekk þetta fljótt og örugglega fyrri sig. Ökumaðurinn virtist vera í lagi, en honum var sagt að vera kyrr til öryggis. Stuttu síðar komu lögreglan, sjúkrabílar og slökkviliðið. Þá fór ég, enda nauðsynlegt að leyfa þessu fólki að sinna sínu starfi. Þá var klukkan að mig minnir 12:25. Ég ætlaði samt varla að geta komið mér í burtu, ég skalf öll og var í hálfgerðu losti. Það er að mínu mati mikið mildi að ekki fór verr og ég vona bara að það sé í lagi með ökumanninn...
Að lokum vil ég minna alla á að sína aðgát í umferðinni og mikilvægi þess að spenna beltin...elinkris
Átján hjóla trukkur á hliðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)