Færsluflokkur: Bílar og akstur

Drink and drive...

Það er alveg merkilegt hvað verður um dómgreindina hjá sumu fólki þegar það drekkur áfengi... Hún bara hreinlega gufar upp! Woundering En svona að öllu gríni slepptu, þá er það að blanda saman áfengi og akstri alveg stórhættulegt og ætti aldrei að gera!

elinkris


mbl.is Ók 1 km með lögguna á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átján hjóla trukkur á hliðina

Klukkan  var u.þ.b. 12:14 þegar ég var að keyra á aðrein inná Vesturlandsveg og horfði á trukkinn velta á hliðina. Ég hægði verulega ferðina og gat ekki annað en sagt upphátt við sjálfan mig: Guð minn almáttugur... Mér fannst þetta gerast svo hægt næstum eins og í hægri endursýningu. Síðan stöðvaði ég bílinn fyrir framan trukkinn og hljóp út úr bílnum. Ég kallaði nokkrum sinnum til bílstjórans áður en ég fékk svar frá honum. Það var mikill léttir að fá svar. Ég gat samt ekkert gert... Ég reyndi að sjá inn um framrúðuna en sá voðalega lítið, rétt að mér fannst í fætur einhvers. 12:16 var ég búin að hringja í 112 en það var ekki búið að svara mér enda örugglega fleiri en ég að hringja. Ég hugsaði hvað ég væri bjargarlaus þarna ein. Ég gat ekki séð manninn og einfaldlega ekkert gert fyrir hann... og það var enginn annar kominn. Að hverju kom enginn? Þetta voru ekki nema nokkrar sekúndur sem liðu, en mér fannst þetta vera miklu lengri tími.

Þá kom hlaupandi óeinkennisklæddur lögreglumaður og nokkrir aðrir karlmenn strax á eftir honum. Ökumaðurinn svaraði kalli lögreglumannsins og virtist með fullri meðvitund. Lögreglumaðurinn og hinir reyndu að brjóta framrúðuna og einn mannanna fór upp á trukkinn til að líta á bílstjórann. Erfitt var að brjóta framrúðuna og ná henni úr, en einn mannanna var með hamar í bílum sem þeir notuðu síðan til að brjóta rúðuna. Þá gekk þetta fljótt og örugglega fyrri sig. Ökumaðurinn virtist vera í lagi, en honum var sagt að vera kyrr til öryggis. Stuttu síðar komu lögreglan, sjúkrabílar og slökkviliðið. Þá fór ég, enda nauðsynlegt að leyfa þessu fólki að sinna sínu starfi. Þá var klukkan að mig minnir 12:25. Ég ætlaði samt varla að geta komið mér í burtu, ég skalf öll og var í hálfgerðu losti. Það er að mínu mati mikið mildi að ekki fór verr og ég vona bara að það sé í lagi með ökumanninn...

Að lokum vil ég minna alla á að sína aðgát í umferðinni og mikilvægi þess að spenna beltin...

elinkris


mbl.is Átján hjóla trukkur á hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband